English

 

Panoramaland

Um panoramaland

Um verkefnið

Ég byrjaði að taka panorama myndir í kring um 2005 með einfaldri stafrænni myndavél. Hugsunin fyrst um sinn var að taka myndir frá þeim stöðum sem ég hef viðhafst á í gegnum lífið. Eftir sem árin liðu langaði mér að taka betri myndir og búa til safn af myndum í kringum landið sem allir gætu notið og haft gagn af. Síðustu 4 ár hef ég tekið flestar myndirnar á ferðalögum í sumarfríi frá starfi mínu.

Sýndarferðinar

Sýndarferðirnar eru settar saman af myndum sem eru teknar á ákveðnu landsvæði og reynt er að hafa þær í réttri staðar röð. Þegar leiðir skiptast upp á minna eða stærra svæði getur verið langt á milli staða.
Landfræðilega geta myndirnar farið útfyrir skilgreinint svæði sem nafn sýndarferðarinnar nær yfir stundum inn á önnur svæði. Einnig eru myndirnar í hverri sýndarferð oft flokkaðar á svæði sem myndirnar geta farið útfyrir landfræðilega skilgreind svæði.

Staðarlýsingar

Staðarlýsingar og upplýsingar um staðinn eru að mestu fengnar frá wikipedia en einnig hef ég stundum sett inn heiti á helstu kennileitum. Ef tekið er eftir einhverjum villum eða sem má betur gera má endilega benda mér á það.

Staðsetningar

Flestar staðsetningar eru settar handvirkt inn með google maps og eru því háðar nákvæmni kortsins. Á nýrri myndum er oft gps staðsetning notuð, þó ekki alltaf.

Búnaðurinn

Eins og fyrr segir byrjaði ég með einfaldri myndavél en það var lítil Hewlett Packard vasamyndavél. Síðar notaði ég Sony Cybershot H7 og tókst að gera ágætis myndir með henni. Megnið af eldri myndunum sem ennþá eru á síðunni tók ég með Canon 400D vél og notaðist fyrst við 18-55mm linsu, En fékk mér síðar Sigma 10-20mm f3.5 linsu sem hentaði vel í þetta á þeim tíma. Á sama tíma keypti ég mesta þarfaþing í panorama myndatökur og var það Nodal Ninja panorama haus til að geta tekið heilar 360x180° myndir ásamt góðum þrífæti. Fyrir nokkrum árum tók við Canon 600D myndavél og fékk ég mér framan á hana Samyang 8mm f3.5 linsu. Með því hef ég tekið megnið af myndunum. Einnig hef ég gert tilraunir með að taka panorama myndir á snjallsíma en þær eru flestar í "Ferða myndir" og síðan fyrir stuttu hef ég verið að prufa "einnar töku lausnir" og er búinn að vera prufa Ricoh Theta m15 vél sem einnig eru settar í "Ferða myndir".

Hvernig þetta er gert

Stillingar.
Mælt er með því að nota handvirka stillingu á myndavélum. Bæði og lokuhraða, ljósop, ljósnæmni og ljóshiti þannig að allar myndir verði eins/samhæfar hver annari.

Myndatakan.
Sama ferlið er notað nema í undantekningar tilfellum. Myndavélin er fest á Nodal Ninja festinguna sem er svo aftur á þrífæti, í lóðréttri stöðu. Passað er að hafa hana alveg rétta í 90° á X*Y veginn. Eftir að fyrsta myndin er tekin snýr maður vélinni réttsælis og passað er upp á að hver mynd nái inn á síðustu mynd um 20-30%. Gert er ráð fyrir þessu á Nodal Ninja hausnum með gráðu merkingum og fyrirfram raufum sem láta mann vita. Með 8mm linsunni læt ég hana vera í -10° á Z veginn (niður) tek 5 myndir þannig og síðan 2 myndir með hana í 50° á Z veginn (upp). Þá er búið að taka heila 360°x180° kúlu.

Samsetning.
Þegar myndirnar eru komnar inn í tölvu og mögulega gróf unnar fyrst, eru þær settar saman í þar til gerðu forriti og síðan unnar í lokin eins og hún á að birtast á skjánum. Þá er hún (í mínu tilfelli) í svokölluðu flötu formati eða "equirectangular". Svo eru ótal leiðir og forrit til að birta þær á netinu sem "kúlumyndir" eða "sýndarmyndir".

Framhaldið

Ég stefni að því að geta bætt inn einhverjum myndum á hverju ári. En það gæti liðið misjafnt tími á milli þess.

travel

 

me

 

panorama head